
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Eigandi | Framkvæmdastjóri
Ólafía lauk BA gráðu í hagfræði og frumkvöðlafræði frá Wake Forest University. Hún starfaði sem atvinnukylfingur árin 2014-2022 og náði í fremstu röð á sínu sviði. Hún hefur einnig verið virk í góðgerðarmálum fyrir börn á Íslandi og ásamt styrktaraðilum haldið viðburði sem safnað hafa 7 milljónum króna fyrir Barnaspítala Hringsins og Félag langveikra barna. Svo hefur hún staðið að fjölda viðburða fyrir stelpur í golfi.
Hvernig varð Kristice til?
Kristice var stofnað í lok árs 2020 af Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Kristice er rými Ólafíu til að skapa. Ólafía var rétt byrjuð á starfsemi sem tengdist hugmynd, en framleiðsla stöðvaðist skyndilega og setti allt í biðstöðu. Fjöldinn allur af nýjum hugmyndum komu upp síðan þá og sú fyrsta sem var sett í framkvæmd tengdist fallegum handtöskum og deilihagkerfi.
Ólafía hefur alltaf gotið augunum á fallegar handtöskur. Hún gat þó aldrei réttlætt það að kaupa sér tösku sjálf útaf fjölda ástæðna. Ef það hefði bara verið til leiguþjónusta fyrir handtöskur á Íslandi, til að fá lánaða tösku tímabundið fyrir viðburð eða slíkt. Það var draumurinn! Að geta notið sín til fulls og fá í bónus vellíðan með því að draga úr umhverfisáhrifum fataskápsins.